mánudagur, janúar 14, 2008

Líffæragjafir

Ég hef aldrei skilið þetta vesen með líffæragjafir og er mjög hlynnt þessu sem Bretarnir ætla að fara að gera, þ.e. ef þú hefur ekki fyllt út skjal þess efnis að ekki megi nota líffærin úr þér þá sé það bara sjálfgefið að það megi.

Ég vona svo sannarlega að það verði hægt að nota einhver líffæri úr mér þegar ég dey, ekki nota ég þau! Svo vil ég helst láta bara brenna rest.

Over and out

Engin ummæli: