föstudagur, janúar 25, 2008

Óveður

Það er á svona dögum sem ég sakna gamla Terrano jeppans míns, ég hefði ekki látið veðrið stoppa mig í morgun ef ég hefði verið á honum eða á öðrum 4x4 bíl. Maður er einhvern vegin ragari þegar maður er á venjulegum fólksbíl, þó minn Ford Focus sé ótrúlega seigur, þá þorði ég ekki af stað á honum fyrr en í birtingu. En í sveitinni hjá mér sást ekki á milli húsa klukkan 8 í morgun. Svo er þetta nú yfirleitt þannig að það nægir að komast úr af bílastæðinu og uppúr götunni og þá er þetta komið.

Engin ummæli: