Eins og ég kom að hér í gær þá erum við konur í Verkfræðingastétt frekar svekktar með Iðnaðarráðherra þessa dagana, það gekk svo langt að Kvennanefnd VFÍ sendi eftirfarandi á fjölmiðla landsins
Reykjavík 3.janúar 2008
Opið bréf til iðnaðarráðherra
„Stjórn Kvennanefndar Verkfræðingafélags Íslands harmar að gengið hafi verið fram hjá Ragnheiði I.Þórarinsdóttur, aðstoðarorkumálastjóra, við skipan í stöðu orkumálastjóra.
Í jafnréttisáætlun iðnaðarráðuneytis segir að taka skuli mið af
jafnréttissjónarmiðum og að kynjunum skuli ekki mismunað með neinum hætti.
Þá segir að hlutur kynjanna í störfum hjá ráðuneytinu skuli jafnaður eins og kostur er og að þess skuli jafnan gætt að sá umsækjandi sé ráðinn sem talinn er hæfastur til þess að gegna starfi, að teknu tilliti til menntunar og hæfni en án tillits til kynferðis. Séu tveir eða fleiri umsækjendur af báðum kynjum taldir jafn hæfir til ráðningar í auglýst starf skal að jafnaði ráðinn umsækjandi af því kyni sem er í minnihluta á viðkomandi sviði.
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar 2007 segir að stefnt skuli að því að jafna stöðu kvenna og karla í nefndum og stjórnunarstörfum á vegum ríkisins.
Af þeim gögnum sem fyrir liggja er með engu móti annað séð en að Ragnheiður hafi verið a.m.k. jafnhæfur umsækjandi og Guðni. Sorglegt er að ráðherra flokks sem sagt hefur að jafnréttismál yrðu sett efst á dagskrá, í nýhöfnu stjórnarsamstarfi, hafi ekki nýtt hér gullið tækifæri til að láta verkin tala."
Undir bréfið rita:
Arna S. Guðmundsdóttir formaður
Msc. byggingarverkfræði
Guðrún Hallgrímsdóttir
Dipl.Ing. matvælaverkfræði
Jóhanna H.Árnadóttir
Msc.rekstrarverkfræði
Kolbrún Reinholdsdóttir
Msc. rafmagnsverkfræði
Sveinbjörg Sveinsdóttir
Dipl.Ing. rafmagnsverkfræði
Ein af vinkonum mínum rakst á þetta í bloggheimum:
"Ég ætla að kíkja á næturbloggið hans Össurar í fyrramálið og gá að því hvort það verður ekki svohljóðandi:
Málum klúðrað mjög ég hef,
mér finnst því að vonum
að ég fái opið bréf
frá öskureiðum konum."
Góðar!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli