mánudagur, janúar 07, 2008
Afmæli - aldur
Málið er að ég átti afmæli um helgina og hér á mínum vinnustað hefur skapast sú hefð að vinnustaðurinn býður upp á tertu ef einhver á afmæli. Þar með söfnumst við öll fyrir á kaffistofunni og tökum svona stutt kaffi og fáum okkur tertusneið.
Strákarnir hérna eru nú alltaf svo tillitsamir við okkur stelpurnar að það hálfa væri nóg. Einn segir við mig að nú sé ég orðin gömul (tek það fram að hann er alveg heilum mánuði yngri en ég), annar minnist nú á af því að ég sé nú í þessari stöðu sem ég er í, að það sé spurning hvort ég sé komin á síðasta söludag! Þá bætir sá þriðji við, veit ekki alveg hvort hann var að reyna að bæta fyrir það sem hinir sögðu, en hann segir að það sé nú líka spurning um síðasta neysludag!!
Svo kom þetta týpíska hjá enn einum sem ætlaði að reyna að klóra í bakkann hvort þetta væri ekki eins og með ostana og rauðvínið, betra eftir því sem það eldist, svo kom, þar til það verður súrt!!
Jæja, þetta fór úti alls herjar hláturkast og eins og þið vitið þá lengir maður lífið með hlátri þannig að í raun fór ég yngri útaf kaffistofunni en inn á hana.
Hláturinn lengir lífð!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli