Jæja, stóri strákurinn minn fékk bílprófið í gær! Hann er búinn að bíða eftir þessum degi lengi. Til hamingju með það elsku kallinn minn!
Ég sé reyndar fram á mikla sæludaga, nú þarf hann aldeilis að dekra við mömmu sína til að fá bílinn lánaðann. Hann má ekki lengur setja upp svip þegar ég bið hann að viðra hundinn eða gera eitthvað annað viðvik hérna heima. Hehehehe....
Við erum nú buin að vera í æfingaakstri vikum og mánuðum saman og ég held að hann sé ágætisbílstjóri, varð vör við það í gær þegar ég sat í bílnum hjá honum að um leið og æfingaaksturs skiltið fer aftan af bílnum þá hætta hinir bílarnir að taka tillit til hans, þannig að í raun ætti að vera annað skilti sem þau gætu notað fyrstu vikurnar eða mánuðina sem segði "Nýr ökumaður". Er búin að koma þessu að hjá forvarnarfulltrúa tryggingafélags og hann var innilega sammála mér, vonandi gerist eitthvað í þessum málum í framhaldinu! ;-).
Frændi hans fékk bílpróf um daginn og var 8 daga slysalaus, stóri bróðir hans var alveg 4 daga slysalaus! Það er spurning hvað minn nær að halda þessu lengi!
Eini gallinn við þetta er að hér á heimilinu er bara einn bíll, og mér finnst ofboðslega óþægilegt að hafa engann bíl svona heimavið þannig að þetta verður sennilega soldið púsluspil þegar allt verður á botninn hvolft. Verð að vera komin með aukabíl þegar dóttirin fær bílprófið eftir 2,5 ár það er alveg á tæru.
Takið nú tillit til hvors annars í umferðinni!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli