sunnudagur, mars 02, 2008

Konur vantar!

Konur flytja í stórum stíl frá Landsbyggðinni á mölina hér á Höfuðborgarsvæðinu. Það er skortur á konum út á landi. Dofri Hermannsson var að tala um þetta í hádegisfréttunum og benti svo mönnum á að aðeins karlar sæktu fundi um skipulagsmál og á meðan þeir sætu hér á þessum fundi, sem var á Vestfjörðum, væru konur þeirra, dætur og systur að pakka niður í tösku til að flytja suður.

Það er mjög áhugavert að spá í þetta. Sá iðnaður sem allir eru að berjast við að fá í sína heimabyggð þ.e. álver og olíuhreinsistöð höfðar ekki til kvenna, allavega flestra kvenna sem vilja helst vera í þjónustustörfum allavega fullyrti hann það.

Blogg Dofra

Auðvitað eru fullt af konum sem eru tæknimenntaðar og gætu fengið vinnu við þennan iðnað en það er spurning hvort þær ná að draga eiginmenn og fjölskyldur út á land til að sækja vinnu. Það hefur þótt eðlilegasti hlutur, ef eiginmaðurinn fær gott starf út á landi þá fylgir auðvitað kona og fjölskylda með til að hann geti sinnt sínum metnaði og öðlast frama í starfi. Þá kemur spurningin er það jafn eðlilegt í huga fólks að konur geti dregið mann og fjölskyldu út á land til að sinna sínum frama?

Engin ummæli: