Mér finnst vera komið soldið vor í loftið, það er að hlýna og snjóinn farið að taka upp allavega á götunum í mínu bæjarfélagi. Vona reyndar að hann haldi í fjöllunum yfir páskana.
Skottið á afmæli í næstu viku og einhver snillinn (þ.e. ég) sagði við hana einhvern tímann að hún ætti afmæli þegar vorið væri komið. Mér fannst reyndar í síðustu viku að þetta væri ansi bjartsýnt hjá mér, sérstaklega af því hún var sífellt að minna mig á það að hún ætti bráðum afmæli og þá væri komið vor, en úti var frost og snjór. Í dag aftur á móti stend ég í þeirri trú að ég hafi ekki verið að ljúga að barninu þegar ég sagði að hún ætti afmæli á vorin!
Bráðum kemur blessað vorið......
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli