mánudagur, mars 24, 2008

Hátíðir og hefðir.


Við mannfólkið erum uppfull af hefðum, endurtekningum og reglum. Einhvern vegin kemur þetta eðli okkar best í ljós þegar stórhátíðir eru í gangi. Hvort sem það eru Jól eða Páskar þá eru t.d. börnin vön einhverju ákveðnu og það má alls ekki breyta útaf. Hér áður fyrr fórum við stórfjölskyldan nokkur ár í röð í sumarbústað yfir Páskana, stóru krakkarnir mínir muna mjög vel eftir þessu og þetta varð ómissandi hluti af Páskunum. Þegar svo aðstæður breyttust og fjölskyldan stækkaði var þessi möguleiki ekki lengur fyrir hendi, en í staðin hittumst við öll einn dag í sumarbústaðnum hjá foreldrum mínum borðum kalkún sem pabbi eldar af einskærri snilld og felum páskaeggin. Þetta er orðin órjúfanleg hefð á Páskum núna og Skottið talar um þetta hálft árið.

Svona er þetta bara, við erum ekkert skárri fullorðna fólkið, við viljum hafa hlutina svona en ekki hinsegin, sérstaklega þegar kemur að svona hátíðum. Lítið bara í eigin barm.

Engin ummæli: