sunnudagur, mars 02, 2008
Kynbundið ofbeldi
Þegar ég fletti Mogganum í morgun, tók ég eftir þessum fiðrildum. Þetta er greinilega herferð gegn kynbundnu ofbledi, sem er alveg frábært. Hugsið ykkur að sums staðar á stríðssvæðum er konum nauðgað þannig að þær eignist börn af röngum kynþætti og þarmeð verði þeim útskúfað úr sínu eigin samfélagi. Þetta þekktist í fyrrum Júgóslavíu þegar Serbar nauðguðu Bosnískum stúlkum og konum og þetta er að gerast víða í Afríku þar sem mismunandi þjóðflokkar stríða.
Tenging á síðu UNIFEM
Púff þetta er bara rosalegt. Vildi bara vekja ykkur til umhugsunar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli