föstudagur, mars 07, 2008

Mömmugildra!

Já það hafa verið miklar umræður í bloggheimum og víðar um þetta nýja útspil borgarstjórnarinnar í Reykjavík að greiða foreldrum sem eru að bíða eftir plássi hjá dagmömmu eða leikskóla bætur fyrir. Svona einhvers konar heimgreiðslur.

Væri ekki nær að nota þessa peninga í það að byggja fleiri leikskóla? Ég bara spyr. Reynslan frá nágrannalöndunum sýnir það að það eru yfirleitt mæðurnar sem eru þá heima með börnin en mennirnir fara á vinnumarkaðinn.

Yrði þetta ekki stórt skref afturábak í jafnréttisbaráttunni? Það segir sig sjálft að þegar foreldrar standa frammi fyrir þeirri ákvörðun að annað þeirra þurfi að vera heima til að passa börnin af því ekki fæst dagvistunarúrræði fyrir þau, að þá yrði það tekjulægri einstaklingurinn sem tæki það að sér. Hér á þessu landi eru launakjörin því miður þannig að í langflestum tilfellum væri það móðirin sem yrði heima.

Þannig að þetta er svona "mömmugildra".

Engin ummæli: