Hverjum hugsandi manni dettur í hug að það sé ekki líf á öðrum hnöttum?
Út í geimnum erum milljarðar stjörnubrauta sem innihalda milljarða stjarna! Dettur einhverjum í hug að við séum svo einstök hér á þessum hnetti að hér hafi skapast svo einstakar aðstæður til að skapa líf að það þekkist ekki neins staðar annars staðar? Come on...
Rakst á mjög svo áhugaverða grein í Mogganum í morgun sem hét Líf á öðrum stjörnum?. Þarna er talað um að fundist hafi merki um efnið metan á stjörnu sem ber heitið HD 189733b og er í sólkerfinu Vulpecula og er aðeins í 63 ljósára fjarlægð! Alheimurinn er sko margar milljónir eða milljarðar ljósára frá einum enda til annars eða óendanlega stór og við erum strax búin að finna merki um líf á stjörnu sem er aðeins í 63 ljósára fjarlæð, ég meina 63 er tala sem allir skilja!
En þarna eru menn líka að tala um líf eins og við þekkjum það með sömu efnasamböndum og hér þekkjast. Hver segir að ekki geti verið til líf sem samanstendur af allt öðruvísi efnasamböndum og þrífst við allt annað hitastig en við þekkjum þ.e. miklu heitara eða miklu kaldara.
Ég ætla að vitna í einn mesta speking á þessu sviði hann Carl Sagan en hann sagði:
"The universe is a pretty big space. It's bigger than anything anyone has ever dreamed of before. So, if it's just us, seems like an awful waste of space, right?"
Einnig sagði hann:
"Absence of evidence is not evidence of absence."
Algjör snilli ekki spurning!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli