mánudagur, mars 10, 2008
Húrra Stefanía!
Eins og ég hef sagt frá hér áður þá virkar þetta heimili mitt stundum eins og félagsmiðstöð, vinir sonarins eiga hér athvarf og er oft fjölmennt hér. Einn af þessum vinum sonar míns er yndið hún Stefanía. Hún er reyndar kærasta eins vinarins, en er og sérstaklega var mjög oft hér inni bara að chilla með syninum eða þeim félögunum.
Hún er bara yndisleg, sá hana fyrst syngja fyrir tveimur árum og söng hún þá m.a. "My name is Tallullah" í uppsetningu Lágafellsskóla á "Bugsy Malone" sem gekk hér vikum saman í bæjarfélaginu. Hún var bara frábær þar! Svo er hún í hljómsveit sem heitir "Bob Gillan og strandverðirnir" og hafa þau verið að gera það ágætt á böllum í bænum og á útihátíðum. Í sumar sá ég hana á hátíðinni "Í túninu heima" ásamt einum hljómsveitarmeðlima og voru þau svona eins og götusöngvarar, hún heillaði alla þar.
Um helgina vann hún Samfés! Ég sá hana áðan í sjónvarpinu þar sem hún söng lagið "Fever" og ég fékk gæsahúð. Hún er bara frábær! Vonandi nær hún eins langt og hún hefur áhuga á, í þessum bransa.
Gangi henni vel!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli