laugardagur, ágúst 09, 2008

Bíó og GSM símar


Fór í bíó áðan með Gelgjunni, sáum Batmanmyndina margumtöluðu. Hún var reyndar mjög góð og fannst mér sérstaklega "Jókerinn" vera alveg frábær. Það sem mér finnst aftur á móti fyndnast við bíóferðir eru GSM símarnir, sumir eru svo illa haldnir að þeir eru að senda SMS í miðri mynd og svo eru stafirnir varla farnir að rúlla þegar allir taka upp símana sína og stilla þá aftur á hringingu, bara fyndið. Jafnvel í hléi eru menn búnir að taka upp símann og tékka á "missed calls" og sms unum. Ótrúlegt hvað fólk er orðið háð þessu hmmmm..... ég er kannski ekkert skárri en ég man þó GSM lausa veröld hehehe.....

Engin ummæli: