fimmtudagur, ágúst 14, 2008

Ólympíuleikar


Já nú standa ólympíuleikarnir í Peking sem hæst. Fylgist auðvitað með "strákunum okkar" í handboltanum og vaknaði í morgun, reyndar ekki fyrr en í seinni hálfleik. Þeir eru flottir.
Er soldið spennt yfir sundfólkinu okkar líka, þar sem sonurinn æfir sund og ég þekki tvo af ólympíuförunum okkar í sundi finnst mér þetta mjög gaman. Það er reyndar ótrúlegt hvað bætingarnar geta verið miklar hjá þessu fólki, hvar endar þetta eiginlega, endalaus heimsmet. Flottur hann Phelps þó ég myndi örugglega ekki þekkja hann útá götu í fötum hehehehe........

Já Ragga setti íslandsmet og Hjörtur var að bæta sinn tíma. Jibbý, flottir krakkar.

Engin ummæli: