miðvikudagur, ágúst 20, 2008

"Strákarnir okkar!"


Þeir voru sko bara frábærir strákarnir okkar í morgun í handboltanum. Þeir spiluðu svo sannarlega með hjartanu og áttu sigurinn fyllilega skilið enda einum færri í örugglega kortér af leiknum.

Ég var búin að stilla klukkuna á 7:00 ætlaði bara að sjá seinni hálfleikinn. Vakna svo eldsnemma og hreinlega gat ekki sofnað aftur og kíkti á klukkuna hún var 6:30 þannig að ég þeyttist fram í stofu og kom í leikinn þegar u.þ.b. 15 mínútur voru liðnar af leiknum.

Ég sat svo bara límd, mér finnst reyndar mun betra að horfa þegar við erum undir því þá höfum við allt að vinna og engu að tapa. Þegar við leiðum leikinn þá finnst mér alltaf svo mikið eftir af leiknum að ég á erfitt með að horfa á það, enda var ég sko bara kominn í það að leysa "SUDOKU" þrautina í Mogganum og horfði á lokamínúturnar með öðru auganu púff......

Ég er ekki frá því að það hafi svo runnið gleðitár niður kinnina þegar tekin voru svo viðtöl við "Strákana okkar" sem svo sannarlega gerðu sitt besta og aðeins meira......

ÁFRAM ÍSLAND!!

Engin ummæli: