sunnudagur, ágúst 10, 2008

Gay pride!


Tók, Gay pride daginn með stæl, er sko ekkert að koma úr skápnum eða þannig sko, en ákváð að mála bæinn rauðan á þessum degi, semsagt góð ástæða til að detta í'ða eins og einhver myndi orða þetta. Allavega fórum við í bæinn með strætó (veitir ekki af að styrkja þá greyin allt á hausnum) og viti menn það var bara fullur strætó af ungu fólki (eins og okkur) á leiðinni í bæinn.

Gangan var flott og skemmtileg að vanda, en samt þótti mér svona ekki nógu mikið stuð á Laugarveginum sjálfum þ.e. hjá þeim sem voru að horfa á, oft hefur verið klappað og stappað í takt við atriðin en það var ekki þannig í gær. Jæja nóg var af fólkinu og var Arnarhóllinn fullur af fólki þegar göngunni lauk. Við skelltum okkur inn á Hressó og fengum okkur bjór og nachos, þaðan fórum við svo í Ríkið og keyptum okkur smá hvítvínsflöskur svona minni gerðina og stormuðum svo upp að gamla skólanum okkar MR, settumst á tröppurnar og fengum okkur smá hvítvín hehehe..... orðaði það seinna um kvöldið þannig að ég hefði ekki drukkið á þessum tröppum síðan á "Dimmision" 1986!

Þaðan strunsuðum við síðan upp Laugarveginn og fundum okkur geggjaðan mexíkanskan stað og borðuðum þar. Ok, okkur varð litið á klukkuna og hún var ennþá alltof lítið til að fara á eitthvert pöbbarölt svo við skelltum okkur á Mamma Mía í bíó svona til að fá smá fíling!

Þegar myndinni var lokið hófst svo hin hefðbundna ganga á milli pöbba að kíkja á lífið.

Mjög góður dagur!

Engin ummæli: