föstudagur, desember 19, 2008
Ég kemst í jólafíling...
Já, ég er sennilega að komast í jólafílinginn. Á eftir að gera alveg fullt, en jólin koma samt alveg sama hvað maður nær að gera og hvað ekki. Ég er búin að lofa Skottunni því að við förum á morgun og kaupum jólatré og svo munum við skreyta allt um helgina. Þannig að nú vitiði hvað ég ætla að gera um helgina hehehe....
Er búin að kaupa flestallar jólagjafirnar, á eftir að kaupa handa nýjustu frænku minni, en aðrir eru búnir. Hef ekkert spáð í það hvort þær eru eitthvað ódýrari þetta árið en undanfarið, en kannski, hef oft keypt eitthvað fyrir heimilið svona græjulega séð en hef ekki gert það þetta árið, nema hvað, sonurinn keypti sér Playstation 3 tölvu sem mamma lagði nú út fyrir og mun örugglega taka einhvern þátt í en ekki ætla ég að kaupa hana alla sjálf.
Þetta er nú allt að koma, ég er svo sem ekki vön að missa mig neitt í jólaundirbúningi, en það er ýmislegt sem þarf að útbúa og þá helst matarkyns. Verst að aukaísskápurinn minn sem ég hafði í geymslunni dó um daginn svo nú verður litli ísskápurinn minn frekar troðinn af dóti, þarf reyndar að taka hann í gegn áður en ég fer að setja í hann meiri mat.
Seinnipartinn í dag er svo jólamatur í vinnunni, það verður örugglega frábært.
Ég er búin að vera frekar svona þung í þessum mánuði, veit ekki, þetta er ekki uppáhaldstíminn minn eftir að ég skildi, finnst vanta eitthvað í þetta allt saman og minningarnar hellast yfir, en þetta hafa samt verið bara alveg ágæt jól undanfarið þannig að þetta reddast allt á endanum.
Hlusta hér á jólatónlist og er að komast í fílinginn.....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
já ég er alltaf að komast að því að okkar skilnaðir voru svart og hvítt - ættum að skrifa bók um það - metsölubók næstu jóla hehe
MM
Skrifa ummæli