miðvikudagur, desember 17, 2008

Jólakort

Jæja, nú geta jólin farið að koma, bara drífa þetta af. Ég kláraði að útbúa jólakortin og útsendingarlistann fyrir þau í gær. Púff.... á eftir að skrifa á umslögin og kaupa frímerkin og koma þessu í póstkassann.

Hef oft hugsað um það hver í ósköpunum hefði komið þessum sið á. Stundum hugsa ég mjög ljótar hugsanir til þess aðila, það er sko þegar ég er að fara yfir listann og sjá hve rosalega langur hann er. Ég meina þekki ég svona mikið af fólki eða hvað?

En svo kemur hitt að ég veit ekkert yndislegra en á jólanótt, þegar komin er ró yfir. Þá sest ég uppí sófa með ungana allt í kring um mig, allir komnir í náttfötin, enn er konfekt í skálum og jólablandið (appelsín og malt) í glösum og svo opnum við kortin, lesum á þau og skoðum myndir. Þá er fyrirhöfnin þess virði.

1 ummæli:

ofurmamma sagði...

Kortin fóru í póst í gærkveldi... jibbý...