föstudagur, maí 18, 2007

Fordómar!!

Var að kíkja á blogg um daginn, svona einhver sem ég þekki ekki neitt, bara svona datt inn á síðuna. Þetta er greinilega frekar ungur bloggari en þar stóð nokkrun vegin (er búin að laga málfarsvillur og stafsetningavillur):

"..... hefur skilið einu sinni en það er allt í lagi, hann er samt skemmtilegur og stundum rosalega fyndinn!"

Er þetta ekki málið, það eru svo miklir fordómar gagnvart fólki sem hefur skilið. Það er örugglega eitthvað ekki í lagi hjá þeim eða hvað? Eru þau ekki bara eitthvað skrítin, leiðinleg eða hvað?? Kannski blunda þessir fordómar í mér sjálfri og maður þarf endalaust að sannfæra sjálfan sig um það að maður sé nú bara allt í lagi!

Engin ummæli: