Jæja þá eru komnar einkunnir úr samræmdum prófum. Sonurinn var að fá sínar, þær eru nú bara allt í lagi, en hann er soldið hræddur um að þær dugi ekki inn í Versló, en það er sko eini skólinn sem hann sér þessa dagana. Ég vona nú innilega að þetta dugi til, það eiga eftir að koma skólaeinkunnir og þær koma líka inn í þegar valið er inn í skólana, en annars verður hann bara að sætta sig við það næstbesta að hans mati þ.e. MS. Eina sem ég ráðlagði honum var að sækja um í bekkjarskóla.
Það sem er kannski mest svekkjandi fyrir mig sem foreldri er að ég veit að hann getur miklu betur og hefði auðveldlega geta fengið mun hærri einkunnir allavega í sumum fögunum, hann er bara latur. Þó ég sé bara nokkuð sátt við íslenskuna og stærðfræðina þá hefði náttúrufræðin mátt vera hærri, ekki get ég kvartað yfir málunum þau liggja bara ekkert voða vel fyrir honum og einkunnir í þeim bara í samræmi við getu tel ég.
Í fyrra þurfti yfir 8 í meðaleinkunn úr 4 hæstu samræmdu prófunum þ.e. bæði samræmd einkunn og skólaeinkunn til að komast inn í Versló, hann er með 7,75 núna og skólaeinkunnin er ekki komin. Sjáum nú bara til og málum ekki skrattann á vegginn.
Annars var versló nú ekkert voða spennandi þegar ég var í skóla, þar voru bara glamúrgellur og pabbastrákar og það var eiginlega alveg glatað ef maður átti kærasta sem var í Versló þ.e. ef maður var MR-ingur eins og ég.
Áfram MR
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli