þriðjudagur, maí 29, 2007

Þorgrímur Þráinsson

Svona í framhaldi af fyrri bloggfærslu fékk ég sent boð á aðalfund foreldrafélags skólans sem börnin mín eru í. Þetta er bráðskemmtilegt fundarboð og greinilegt að illa hefur verið mætt á aðalfundi hingað til og pabbana greinilega verið sárt saknað. Allavega verða á dagskrá venjuleg aðalfundarstörf og svo erindi Þorgríms Þráinssonar þar sem hann kynnir bók sína:

"Hvernig gerirðu konuna þína hamingjusama: skemmtilegra kynlíf, fallegri samskipti, meira sjálfsöryggi".

Jess nú á að trekkja pabbana. En virkar þetta ekki ákkúrat öfugt, mömmurnar mæta og svo tuða þær í kallinum að Toggi hafi sagt hitt eða þetta!!

Ha, ha, ha.

Engin ummæli: