Já hvað sagði ég, við hérna á kaffistofunni vorum með þetta bara nokkuð rétt.
Allavega rétta fólkið ef skipt er um Ágúst Ólaf og Kristján Möller.
Þorgerður hélt áfram með menntamálin. Guðlaugur tók við heilbrigðismálunum, enda vanur maður þekkir vel inná heilbrigðiskerfið þar sem hann brenndist um jólin, varla hægt að finna hæfari mann og hvað þá konu sem kæmi nálægt því að hafa sömu reynslu!
Einar K. Guðfinns fékk landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið í bónus.
Björgvin fékk viðskiptaráðuneytið. Össur fékk iðnaðarráðuneytið. Þórunn fékk umhverfisráðuneytið (frábært). Kristján Möller fékk samgönguráðuneytið og Jóhanna tók aftur við félagsmálaráðuneytið nei, vitlaust það heitir velferðarráðuneyti.
Þetta er örugglega fín stjórn. Mér finnst samt að hægt hefði verið að finna fleiri hæfar konur í embættin. Það eru margar mjög hæfar konur til í sjálfstæðisflokknum og það hefði alveg verið hægt að finna allavega eina enn í ráðherraembætti þar.
Það er alltaf hægt að finna konu í manns stað. Ef viljinn er fyrir hendi!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli