Skiptir það nokkru máli? Ég skrifa þetta svona fyrir sjálfan mig og mínar pælingar. Setti samt að gamni mínu upp teljara, veit ekkert hvort það virkar en það má allavega prófa. Kannski er ég sú eina sem les þetta? Allavega kvitta engir sem er kannski bara allt í lagi, því þá fengi ég svokallaðan "frammistöðukvíða" og þyrfti að fara að vanda mig. Þetta er svona skrifað til að fá útrás, ég veit eiginlega ekki fyrir hvað en svona pælingar. Auðvitað er maður í misjöfnu skapi og allt það þannig að það skín kannski í gegn í blogginu.
Annars hefur mér fundist að rithöfundar og bloggarar skrifi best þegar þeir eru í einhverri tilvistarkreppu. Þannig að það er kannski best fyrir listamanninn í manni að manni líði bara illa.
bless í bili
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli