miðvikudagur, maí 30, 2007

Hundaskóli

Já nú er ég að fara með hundinn í hundaskóla. Bráðfyndið, maður er búinn að ala upp 3 börn, jæja eða er að því og aldrei hefur maður farið í uppeldisskóla fyrir börn, en þetta er alveg bráðnauðsynlegt þegar maður er kominn með hund, ekki satt??

Annars finnst mér Íslendingar hafa afskaplega lítinn "tolerance" fyrir hundum, það þarf sérstakt leyfi til að hafa þá osfrv. Nágranninn gæti átt kolvitlausan krakka sem gargaði alla daga og það er ekkert hægt að gera í því en þú getur auðvitað klagað ef hundur í húsinu geltir alla daga!!

jæja við segjum
VOFF

Engin ummæli: