föstudagur, maí 18, 2007

Lífið er skemmtilegt!

Er ekki um að gera að vera með svona jákvæðar blogfærslur?

En allavega ég fór á tónleika í gærkveldi á NASA, sá Tómas R. Einarsson og hljómsveit spila frábæra svona "latino" tónlist, maður var bara kominn á næturklúbb í Kúbu í anda. Svo kom þessi frábæra söngdíva frá Malí. Hún var líka æðisleg, og skemmtilegur takturinn í þessari Afrísku tónlist. Ég komst reyndar að því að "latino" takturinn á betur við mig, ég bara fer að iða og ég finn taktinn bara í maganum á mér, Það stafar sennilega af þessum Frakka sem eignaðist barn með langa langa .... langömmu minni og kallast Erlendur í ættfræðibókum og skildi eftir sig þessi dökkbrúnu augu sem einkenna móðurafa ættina mína. Mamma og ég erum líka með þau auk þess sem litla skottið mitt hefur þau líka. En bræður mínir og hin börnin mín hafa þau ekki.




En þessi afríski taktur er eitthvað erfiðari fyrir mig, hann er allavega ekki í blóðinu, enda engir afrískir sjómenn í aættartölunni hehehe.

Engin ummæli: