þriðjudagur, maí 22, 2007

Ný ríkisstjórn?

Já, það bendir allt til þess að ný ríkisstjórn líti dagsins ljós næstu dagana. Við hérna á kaffistofunni erum auðvitað búin að raða í ráðherraembætti að því gefnu að ráðuneytin verði óbreytt.

Það gæti nú gerst að "Solla stirða" og "Geiri níski" myndu breyta þessu þannig að þau myndu sameina landbúnaðar og sjávarútvegs ráðuneytin og hugsanlega bæta iðnaðarráðuneytinu inn í pakkann.

En allavega við veðjum á eftirtalinn lista
sjálfstæðismegin:

Geir, forsætisráðherra
Árni Matt., fjármála
Þorgerður Katrín, heilbrigðis
Einar K. Guðfinns., landbúnaðar
Björn Bjarnason, dómsmála
Guðlaugur Þór, iðnaðar
Sturla, forseti alþingis.


Samfylkingarmegin
Ingibjörg, utanríkis
Össur, sjávarútvegs
Jóhanna/Steinunn, félagsmála
Ágúst Ólafur, umhverfis
Þórunn, menntamála
Björgvin G , samgöngu

svo er spurning hvað við erum sannspá.

Engin ummæli: