föstudagur, maí 25, 2007

Hvað varð um sumarið?

Ég var á leiðinni í vinnuna áðan, á hitamælinum í bílnum stóð 2°C ég er ekki að ýkja og það er 25. maí. Svo svifu nokkur snjókorn niður til að auka enn áhrifin. Ég sem hélt að sumarið væri nú að koma. Skíðasvæðin eru opin fyrir norðan og það mætti halda að það væri að koma páskahelgi en ekki hvítasunnuhelgi.

Annars erum við stelpurnar á heimilinu, að hundinum meðtöldum, á leiðinni í veiði á Snæfellsnesi um helgina. Ég veit ekki hvað verður mikil veiði, vonandi einhver, litla skottið er ákveðin í að veiða fisk! Svo verður auðvitað fjör þar sem bróðir minn kemur með sína fjölskyldu og pabbi ætlar að skella sér með líka. Mamma afrekaði það að detta út á götu og merja sig soldið þannig að hún veit ekki alveg hvort hún treystir sér, kannski kíkir hún á morgun svona fram og tilbaka.

Jæja en sumarið kemur nú vonandi eftir helgi, hann Siggi stormur var eitthvað að tala um það í veðurfréttum í gær að sumarið kæmi á þriðjudag.

kv.

Engin ummæli: