Þessi vika er búin að vera rosaleg hjá mér. Á miðvikudaginn var aðalfundur í félagi sem ég er búinn að vera að reyna að stjórna í vetur og var þar skipt um stjórn og nýr formaður tekinn við. Líst vel á þessa krakka og hef mikla trú á þeim, skila af mér formannsstólnum með glöðu geði og alveg pollróleg. Á eftir aðalfundinum var svo saumaklúbbur og hitti ég þar allar uppáhalds stelpurnar mínar. Í gær var svo Skottið lasin, held hún hafi bara verið yfir sig þreytt og útkeyrð eftir miðvikudaginn, en hún fór í Húsdýragarðinn með leikskólanum þann dag. Ég var heima fram yfir hádegi en þá kom tengdapabbi og tók við henni, ég var nefnilega á leiðinni uppí Bifröst þar sem rjóminn af kvenfólki landsins var staddur á Tengslanetsráðsstefnu IV sem bar yfirskriftina "Völd til kvenna". Við leigðum sumarbústað í Munaðarnesi og vorum rétt komnar þangað þegar "Ingólfsfjallsskjálftinn" reið yfir, urðum aðeins varar við hann þarna en ekkert alvarlega, mér datt ekki í hug að þetta hefði verið stór skjálfti fyrr en Gelgjan hringdi alveg miður sín í mig og hafði þá rétt bjargað sjónvarpinu frá því að detta í gólfið hér heima.
Ráðstefnan hófst á göngu á Grábrók, létt upphitun var en svo lögðum við af stað 2-300 konur áleiðis að Grábrók. Eftir "fjall" gönguna fóru rútur með okkur niður að árbakka þar sem við tók smá rölt en þar var borðað, talað, drukkið og sungið til miðnættis er rúturnar sóttu okkur og keyrðu okkur fyrst í Bifröst en þar var svo safnað saman í rútur og keyrt á gististaðina, m.a. Munaðarnes. Við vorum svo sem engan veginn búnar að fá nóg og fórum auðvitað í pottinn við sumarbústaðinn. Ekki var farið að sofa fyrr en klukkan var langt gengin 4 um nóttina. Auðvitað var svo vaknað samviskusamlega klukkan kortér í átta því rútan átti að koma og sækja okkur klukkan hálfníu. Ég var fyrst tilbúin og hljóp af stað til að við myndum ekki missa af rútunni, var komin í pils og rauðan bol, settist svo niður á gatnamótunum þar sem rútan myndi koma og dró upp málningargræjurnar og þarna sat ég út í móa og setti á mig maskarann, varalitinn og augnskuggann!! Það er sko ennþá mikilvægara að punta sig upp þegar maður er að fara hitta konur en kalla hehehehehe... Ég hefði viljað eiga mynd af mér þarna að mála mig út í guðsgrænni náttúrunni. Eitt má ég nú segja ég er viss um að Herdís Þorgeirsdóttir hefur gert "díl" við annað hvort kallinn uppi eða kallinn niðri því betra veður hefði ekki verið hægt að kjósa sér. Ráðstefnan var svo í alla staði mjög skemmtileg, frábær erindi bæði frá hinum erlendu gestum og íslensku, eina sem mér fannst var að lögfræðingar voru í miklum meirihluta þeirra sem fluttu erindi. En við mættum þarna verkfræðistelpurnar og núna bíðum við eftir því að haft verði samband við okkur að ári til að vera í pallborði hehehehe.....
Ég varð því miður að fara í bæinn um kl. 14:30 því ég þurfti nauðsynlega að vera mætt í partý í tjaldi í Vatnsmýrinni rúmlega 16:00. En samruni nokkurra verkfræðistofa var loksins gerður opinber í dag og er mín stofa ein þeirra og munu höfðustöðvar þessarar stofu rísa í Tæknigörðum í Vatnsmýrinni árið 2010. Ekki nóg með að þetta hafi staðið til, heldur var ég nú í undirbúningsnefnd fyrir þetta tjaldpartý og svo var Unglingurinn að fara til Spánar með sundliðinu sínu í nótt í 2 vikur og Gelgjan er að fara í viku til Svíþjóðar í fyrramálið í svona norrænt vinarbæjardæmi. Kemur svo heim í 10 klst. og fer aftur í 2 vikur til Ítalíu og Austurríkis með lúðrasveitinni. Eins og þú sérð "brjáluð" vika
hmmm.....
föstudagur, maí 30, 2008
sunnudagur, maí 25, 2008
Helgin
Helgin var nú bara ágæt þrátt fyrir allt. Í gær var litla frænka mín skírð og fékk hún yndislegt nafn Elín Lilja, semsagt í höfuðið á báðum ömmunum. Pabbi hennar verður fertugur í vikunni svo þessu var slegið saman. Vorum við þarna í veislu frá kl. 14:00 og langt fram á kvöld. Horfðum á Júróvision og skemmtum okkur vel. Var bara nokkuð sátt, miðað við allt og allt vorum þó ofar en Danir og Svíar. Norðmennirnir slógu okkur öllum við með stolna laginu sínu en það er allt í lagi alveg óþarfi að vera tapsár, íslensku krakkarnir stóðu sig frábærlega.
over and out
over and out
föstudagur, maí 23, 2008
Júróvision!
Hér á heimilinu er mikill Júróvision áhugi, sérstaklega hjá Gelgjunni og Skottinu.
Ég var reyndar ein heima í gærkveldi og hafði þetta á eins og ég orða það, hef ekki eirð í mér þegar ég er svona ein að sitja og horfa, þarf alltaf að finna mér eitthvað að gera. Þessir bölvuðu pabbadagar hmmmm.... Yfirleitt finnst mér ágætt þegar krakkarnir eru hjá pabba sínum á fimmtudögum. Venjulegir fimmtudagar eru þannig að ég vinn lengur því ekki þarf ég að sækja Skottið eða hugsa um mat, kem heim og fæ mér snarl yfir fréttunum. En í gær var Júróvision, og stelpurnar hjá pabba sínum, það er bara ekkert gaman að horfa á Júróvision ein!
Er strax farin að kvíða laugardagskvöldinu, við vorum vön að hafa Júróvision partý fjölskyldan en nú er pabbahelgi svo ég sit örugglega ein yfir þessu og læt mér leiðast.
En talandi um Júróvision, Regína Ósk og Friðrik Ómar voru ótrúlega flott og góð á sviðinu, það stóð á enninu á þeim að þau ætluðu að negla þetta sem þau og gerðu. Og loksins, loksins komumst við uppúr þessum bölvaða riðli eins og Sigmar orðaði það svo vel í gær.
Smá depurð í gangi hmmm....
miðvikudagur, maí 21, 2008
Flóttafólk.
Það er spurning um hvað ég vil blogga hérna, stundum kem ég með eitthvað svona persónulegt stundum eitthvað sem brennur á þjóðinni.
Nú kem ég með mál sem brennur á mér þessa dagana, það er koma flóttamanna til Íslands. Við erum ein ríkasta þjóð heims en samt höfum við ekki tekið á móti mörgum flóttamönnum. Nú er allt að verða vitlaust yfir 30 konum og börnum sem eru landlaus búa í flóttamannbúðum á einskis manns landi milli Írak og Sýrlands, en eru upprunalega frá Palestínu. Þetta eru flestar ekkjur og hafa lifað við stöðugan ótta um velferð sína og barna sinna, ég sem móðir get ekki sett mig í spor þeirra, ég er svo heppin að hafa unnið í lottóinu og fæðst á Íslandi. Ætlum við að segja að við getum ekki tekið á móti þessu fólki af því að verðbólgan sé mikil hérna, gengi krónunnar sé eitthvað slappt, biðlistar eftir félagslegu húsnæði séu langir (þær búa í tjöldum í nístandi kulda á næturnar og steikjandi hita á daginn) og grunnskólar Akraness séu sprungnir.
Svo koma sumir með þau rök að þetta skipti ekki máli þetta séu bara 30 af fleiri tugum ef ekki hundruðum þúsunda. Jú, en sem betur fer búum við í þjóðfélagi þar sem hvert mannslíf skiptir máli þannig að 30 eru þó allavega 30.
Come on.
þriðjudagur, maí 20, 2008
Mamma Guðs?
Já, þegar maður er með nýlega 5 ára gamlan speking á heimilinu falla oft mörg gullkornin. Einnig geta spurningarnar verið flóknar. Skottið er alveg í essinu sínu þessa dagana, hún spurði mig um daginn hver væri mamma Guðs?
Svona spurningar setja mann soldið útaf laginu, ég horfði á hana og sagðist bara ekki vita það, ég hélt að hann ætti enga mömmu. Þá kom svarið frá henni að pabbi vissi þetta örugglega. Ok, spurðu hann sagði ég þá og þar með var það útrætt.
Í morgun kom önnur, og hún var hvort Jesú væri inní okkur? Já, að vissu leyti Guð er allavega alls staðar og þar með inní okkur líka var svarið sem ég kom með. Já, þess vegna erum við góð var þá niðurstaða hennar. En svo kom smá hik, sko ég held að Jesú sé ekki inní Tómasi, Arnari Þór og Aroni (þetta eru félagar hennar í leikskólanum). Nú svaraði ég af hverju ekki, sko þeir eru alltaf að kýla og lemja!!
Semsagt smá heimspeki í gangi hér hehehe.....
Svona spurningar setja mann soldið útaf laginu, ég horfði á hana og sagðist bara ekki vita það, ég hélt að hann ætti enga mömmu. Þá kom svarið frá henni að pabbi vissi þetta örugglega. Ok, spurðu hann sagði ég þá og þar með var það útrætt.
Í morgun kom önnur, og hún var hvort Jesú væri inní okkur? Já, að vissu leyti Guð er allavega alls staðar og þar með inní okkur líka var svarið sem ég kom með. Já, þess vegna erum við góð var þá niðurstaða hennar. En svo kom smá hik, sko ég held að Jesú sé ekki inní Tómasi, Arnari Þór og Aroni (þetta eru félagar hennar í leikskólanum). Nú svaraði ég af hverju ekki, sko þeir eru alltaf að kýla og lemja!!
Semsagt smá heimspeki í gangi hér hehehe.....
mánudagur, maí 19, 2008
Ástin er diskó en lífið er pönk!!
Ég fór á þessa sýningu á föstudaginn og fannst hún alveg frábær. Reyndar er ég svo heppin að hafa verið á mínu blómaskeiði á þessum árum þ.e. ég er 15 ára árið 1980. Ég fór svo að hugsa aftur í tímann og held ég hafi eiginlega tilheyrt hvorugum hópnum neitt sérstaklega. Ég fór bæði í Hollý og á Borgina, ég fór líka á tónleika hjá Utangarðsmönnum hmmm.... Ég var ekki í Versló sem var sko diskó skólinn né í MH sem var sko pönk skólinn, ég var bara í MR í minni lopapeysu og rifnu gallabuxum, ég held ég hafi bara verið skáti! hmmm..... Lærði ekki að mála mig fyrr en ég var komin yfir tvítugt, keypti fyrsta maskarann þegar ég var fertug, hlustaði á Led Zeppelin, Doors og Pink Floyd.......
Ég hef verið hrikalega out!!
föstudagur, maí 16, 2008
Efnahagsástandið!
Nú eru sjálfstæðismenn farnir af stað með einhverja fundarröð um evrópumálin, spurning hvað kemur úr því. Svo finnst manni fokið í flest skjól þegar hagfræðingar Seðlabankans hafa ekki trú á krónunni lengur og þetta eru sko "fagmennirnir" í Seðlabankanum! hmmm....... Verðbólgan er víst komin í 13% skv. Kaupþingi. Fasteignir farnar að lækka og hafa lækkað um 10% á "no time", þannig að 30% spá Seðlabankans um lækkun fasteigna er kannski ekkert svo fjarri lagi, þetta hlýtur nú að laga verðbólguna þar sem fasteignaverð kemur þar inn, það má kannski redda henni þannig? Glitnir segir upp fólki í bunkum og er víst ekki eini bankinn sem gerir það, hinir fara bara penna með það. Rauður dagur í Kauphöllinni hmmm... Er allt að sigla í strand? Maður verður nú bara þunglyndur við svona féttir. Ofan á allt þá gaf sig þurrkarinn minn í gær, það sprakk dekk á bílnum hjá mér í vikunni og ég endaði í fyrrinótt með dóttur mína á Barnaspítala Hringsins með heilahristing eftir að hafa dottið sofandi fram úr rúminu okkar þ.e. mínu og hennar hmmm.... Allt er þá þrennt er, vonandi eru óhöppum vikunnar lokið.
Eina sem ég fann skondið í blöðunum var soldið fyndið viðtal við leikkonuna Jóhönnu Friðriku í Fréttablaðinu í fyrradag þegar hún sagðist hafa fegrað heimilið með páskaliljum sem hún fann niður við Tjörn hehehehe.... Hún fattaði það ekki að borgarstarfsmenn eru búnir að vinna baki brotnu að því að fegra umhverfið með því að gróðursetja páskaliljur um alla borg, og ekki er ætlast til þess að fólk tíni þetta til að hafa í vasa heima hjá sér hmmm.....
over and out
Eina sem ég fann skondið í blöðunum var soldið fyndið viðtal við leikkonuna Jóhönnu Friðriku í Fréttablaðinu í fyrradag þegar hún sagðist hafa fegrað heimilið með páskaliljum sem hún fann niður við Tjörn hehehehe.... Hún fattaði það ekki að borgarstarfsmenn eru búnir að vinna baki brotnu að því að fegra umhverfið með því að gróðursetja páskaliljur um alla borg, og ekki er ætlast til þess að fólk tíni þetta til að hafa í vasa heima hjá sér hmmm.....
over and out
þriðjudagur, maí 13, 2008
Náttúrhamfarir!
Já nú, dynja náttúruhamfarirnar yfir. Fyrst fór fellibylur yfir Búrma eða Myanmar eins og það er líka kallað, veit ekki hvort er rétt að nota. En svo eru jarðskjálftar í Kína.
Það er eitt vandamál með þessi lönd að þau eru mjög lokuð og erfitt að gera sér grein fyrir raunverulegum hörmungum því ríkisstjórnirnar draga svo úr fjölda slasaðra og látinna.
Einnig er kerfið þarna eitthvað svo spillt, þetta eru kommúnistastjórnir hvoru tveggja en sjálfsbjargarviðleitni embættismanna á sér engin takmörk og þar er kapítalisminn í hámarki, þ.e. ég las það að embættismenn hefðu stolið stórum hluta hjálpargangna sem sameinuðu þjóðirnar sendu til Búrma og selt þau á mörkuðum!! Er ekki allt í lagi!! Í þessum löndum er mannslífið metið svo lítið að maður verður alveg miður sín. Svo sendir forsetinn okkar samúðarkveðjur til Kína, en bíddu af hverju ekki til Búrma, þar sem ég held að neyðin sé miklu meiri?
Æji á svona stundum óskar maður þess að maður gæti verið Guð í einn dag eða svo.
Það er eitt vandamál með þessi lönd að þau eru mjög lokuð og erfitt að gera sér grein fyrir raunverulegum hörmungum því ríkisstjórnirnar draga svo úr fjölda slasaðra og látinna.
Einnig er kerfið þarna eitthvað svo spillt, þetta eru kommúnistastjórnir hvoru tveggja en sjálfsbjargarviðleitni embættismanna á sér engin takmörk og þar er kapítalisminn í hámarki, þ.e. ég las það að embættismenn hefðu stolið stórum hluta hjálpargangna sem sameinuðu þjóðirnar sendu til Búrma og selt þau á mörkuðum!! Er ekki allt í lagi!! Í þessum löndum er mannslífið metið svo lítið að maður verður alveg miður sín. Svo sendir forsetinn okkar samúðarkveðjur til Kína, en bíddu af hverju ekki til Búrma, þar sem ég held að neyðin sé miklu meiri?
Æji á svona stundum óskar maður þess að maður gæti verið Guð í einn dag eða svo.
fimmtudagur, maí 08, 2008
Frétt vikunnar!
Sá á Eyjunni sem er nú einn af mínum uppáhalds fréttavefjum eftirfarandi frétt.
Ecuador: Vill setja í lög að konum sé fullnægt af eiginmönnum sínum
Auðvitað má gera grín að þessu og segja hvernig er sönnunarbyrðin í þessu máli, er þetta ekki bara orð á móti orði osfrv. En málið snýst auðvitað ekki um það og það átta sig, allir hugsandi menn, á. Í þessum löndum hefur í gegnum tíðina verið litið á konuna þannig að hún eigi bara að vera til taks þegar kallinn er í stuði og ekkert verið að spá í hvað hún vill. Þannig að þetta snýst um það að konur eigi rétt til að lifa hamingjusömu lífi kynferðislega séð.
Mér finnst hún bara nokkuð góð þessi þingkona.
Ecuador: Vill setja í lög að konum sé fullnægt af eiginmönnum sínum
Auðvitað má gera grín að þessu og segja hvernig er sönnunarbyrðin í þessu máli, er þetta ekki bara orð á móti orði osfrv. En málið snýst auðvitað ekki um það og það átta sig, allir hugsandi menn, á. Í þessum löndum hefur í gegnum tíðina verið litið á konuna þannig að hún eigi bara að vera til taks þegar kallinn er í stuði og ekkert verið að spá í hvað hún vill. Þannig að þetta snýst um það að konur eigi rétt til að lifa hamingjusömu lífi kynferðislega séð.
Mér finnst hún bara nokkuð góð þessi þingkona.
Bankarnir hmmm....
Já skil ekki alveg þetta system, ég er kannski svo einföld. Nú virðist sem Geir sé á kafi í því að auka gjaldeyrisforða til að bjarga bönkunum, eins og ég skil það, en bíddu aðeins. Bankarnir voru að skila af sér ársfjórðungsuppgjörum og skila flestir fleiri tugum milljarða í hagnað og greiða út arð.
Er ekki eitthvað skrítið hérna í gangi? Jú það má kannski segja að lausafjársstaða bankana sé slæm en þeir skila samt hagnaði og arði!
Ég í einfeldni minni hringdi í bankann minn um daginn og var að forvitnast um smálán sem ég þarf sennilega á að halda til fjárfestinga og vextirnir sem mér voru boðnir voru semsagt 10% vextir + verðtrygging eða 19% óverðtryggt, en þetta var háð því að ég væri með veð í íbúð!!
Jæja á einhver nokkrar millur þarna úti og er tilbúinn að treysta mér fyrir þeim?
Er ekki eitthvað skrítið hérna í gangi? Jú það má kannski segja að lausafjársstaða bankana sé slæm en þeir skila samt hagnaði og arði!
Ég í einfeldni minni hringdi í bankann minn um daginn og var að forvitnast um smálán sem ég þarf sennilega á að halda til fjárfestinga og vextirnir sem mér voru boðnir voru semsagt 10% vextir + verðtrygging eða 19% óverðtryggt, en þetta var háð því að ég væri með veð í íbúð!!
Jæja á einhver nokkrar millur þarna úti og er tilbúinn að treysta mér fyrir þeim?
miðvikudagur, maí 07, 2008
Próflestur
Já, nú er Unglingurinn í prófum, sínum fyrstu vorprófum í menntaskóla.
Lesa, hvað er það?
Hann sefur fram á miðja daga, vakir fram á miðjar nætur og þegar hann er að "lesa" þá er hann við tölvuna með minnst 10 MSN glugga uppi. Hvernig er þetta hægt? Ég á í vandræðum með að fylgjast með samræðum á einum glugga ef ég er að gera eitthvað annað líka, hvað þá fleiri en 10!!!
Sem betur fer er hann sæmilega klár og þarf ekki að hafa mikið fyrir þessu, annars væri hann með allt niðrum sig. Það kemur að skuldadögum og þá kemur í ljós hvort "lesturinn" hefur verið nægur.
smá púst
Lesa, hvað er það?
Hann sefur fram á miðja daga, vakir fram á miðjar nætur og þegar hann er að "lesa" þá er hann við tölvuna með minnst 10 MSN glugga uppi. Hvernig er þetta hægt? Ég á í vandræðum með að fylgjast með samræðum á einum glugga ef ég er að gera eitthvað annað líka, hvað þá fleiri en 10!!!
Sem betur fer er hann sæmilega klár og þarf ekki að hafa mikið fyrir þessu, annars væri hann með allt niðrum sig. Það kemur að skuldadögum og þá kemur í ljós hvort "lesturinn" hefur verið nægur.
smá púst
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)