Helgin var nú bara ágæt þrátt fyrir allt. Í gær var litla frænka mín skírð og fékk hún yndislegt nafn Elín Lilja, semsagt í höfuðið á báðum ömmunum. Pabbi hennar verður fertugur í vikunni svo þessu var slegið saman. Vorum við þarna í veislu frá kl. 14:00 og langt fram á kvöld. Horfðum á Júróvision og skemmtum okkur vel. Var bara nokkuð sátt, miðað við allt og allt vorum þó ofar en Danir og Svíar. Norðmennirnir slógu okkur öllum við með stolna laginu sínu en það er allt í lagi alveg óþarfi að vera tapsár, íslensku krakkarnir stóðu sig frábærlega.
over and out
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli