föstudagur, maí 23, 2008
Júróvision!
Hér á heimilinu er mikill Júróvision áhugi, sérstaklega hjá Gelgjunni og Skottinu.
Ég var reyndar ein heima í gærkveldi og hafði þetta á eins og ég orða það, hef ekki eirð í mér þegar ég er svona ein að sitja og horfa, þarf alltaf að finna mér eitthvað að gera. Þessir bölvuðu pabbadagar hmmmm.... Yfirleitt finnst mér ágætt þegar krakkarnir eru hjá pabba sínum á fimmtudögum. Venjulegir fimmtudagar eru þannig að ég vinn lengur því ekki þarf ég að sækja Skottið eða hugsa um mat, kem heim og fæ mér snarl yfir fréttunum. En í gær var Júróvision, og stelpurnar hjá pabba sínum, það er bara ekkert gaman að horfa á Júróvision ein!
Er strax farin að kvíða laugardagskvöldinu, við vorum vön að hafa Júróvision partý fjölskyldan en nú er pabbahelgi svo ég sit örugglega ein yfir þessu og læt mér leiðast.
En talandi um Júróvision, Regína Ósk og Friðrik Ómar voru ótrúlega flott og góð á sviðinu, það stóð á enninu á þeim að þau ætluðu að negla þetta sem þau og gerðu. Og loksins, loksins komumst við uppúr þessum bölvaða riðli eins og Sigmar orðaði það svo vel í gær.
Smá depurð í gangi hmmm....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli