mánudagur, maí 19, 2008
Ástin er diskó en lífið er pönk!!
Ég fór á þessa sýningu á föstudaginn og fannst hún alveg frábær. Reyndar er ég svo heppin að hafa verið á mínu blómaskeiði á þessum árum þ.e. ég er 15 ára árið 1980. Ég fór svo að hugsa aftur í tímann og held ég hafi eiginlega tilheyrt hvorugum hópnum neitt sérstaklega. Ég fór bæði í Hollý og á Borgina, ég fór líka á tónleika hjá Utangarðsmönnum hmmm.... Ég var ekki í Versló sem var sko diskó skólinn né í MH sem var sko pönk skólinn, ég var bara í MR í minni lopapeysu og rifnu gallabuxum, ég held ég hafi bara verið skáti! hmmm..... Lærði ekki að mála mig fyrr en ég var komin yfir tvítugt, keypti fyrsta maskarann þegar ég var fertug, hlustaði á Led Zeppelin, Doors og Pink Floyd.......
Ég hef verið hrikalega out!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli