miðvikudagur, maí 21, 2008

Flóttafólk.



Það er spurning um hvað ég vil blogga hérna, stundum kem ég með eitthvað svona persónulegt stundum eitthvað sem brennur á þjóðinni.

Nú kem ég með mál sem brennur á mér þessa dagana, það er koma flóttamanna til Íslands. Við erum ein ríkasta þjóð heims en samt höfum við ekki tekið á móti mörgum flóttamönnum. Nú er allt að verða vitlaust yfir 30 konum og börnum sem eru landlaus búa í flóttamannbúðum á einskis manns landi milli Írak og Sýrlands, en eru upprunalega frá Palestínu. Þetta eru flestar ekkjur og hafa lifað við stöðugan ótta um velferð sína og barna sinna, ég sem móðir get ekki sett mig í spor þeirra, ég er svo heppin að hafa unnið í lottóinu og fæðst á Íslandi. Ætlum við að segja að við getum ekki tekið á móti þessu fólki af því að verðbólgan sé mikil hérna, gengi krónunnar sé eitthvað slappt, biðlistar eftir félagslegu húsnæði séu langir (þær búa í tjöldum í nístandi kulda á næturnar og steikjandi hita á daginn) og grunnskólar Akraness séu sprungnir.

Svo koma sumir með þau rök að þetta skipti ekki máli þetta séu bara 30 af fleiri tugum ef ekki hundruðum þúsunda. Jú, en sem betur fer búum við í þjóðfélagi þar sem hvert mannslíf skiptir máli þannig að 30 eru þó allavega 30.

Come on.

Engin ummæli: