Já nú, dynja náttúruhamfarirnar yfir. Fyrst fór fellibylur yfir Búrma eða Myanmar eins og það er líka kallað, veit ekki hvort er rétt að nota. En svo eru jarðskjálftar í Kína.
Það er eitt vandamál með þessi lönd að þau eru mjög lokuð og erfitt að gera sér grein fyrir raunverulegum hörmungum því ríkisstjórnirnar draga svo úr fjölda slasaðra og látinna.
Einnig er kerfið þarna eitthvað svo spillt, þetta eru kommúnistastjórnir hvoru tveggja en sjálfsbjargarviðleitni embættismanna á sér engin takmörk og þar er kapítalisminn í hámarki, þ.e. ég las það að embættismenn hefðu stolið stórum hluta hjálpargangna sem sameinuðu þjóðirnar sendu til Búrma og selt þau á mörkuðum!! Er ekki allt í lagi!! Í þessum löndum er mannslífið metið svo lítið að maður verður alveg miður sín. Svo sendir forsetinn okkar samúðarkveðjur til Kína, en bíddu af hverju ekki til Búrma, þar sem ég held að neyðin sé miklu meiri?
Æji á svona stundum óskar maður þess að maður gæti verið Guð í einn dag eða svo.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli