fimmtudagur, maí 08, 2008

Frétt vikunnar!

Sá á Eyjunni sem er nú einn af mínum uppáhalds fréttavefjum eftirfarandi frétt.

Ecuador: Vill setja í lög að konum sé fullnægt af eiginmönnum sínum

Auðvitað má gera grín að þessu og segja hvernig er sönnunarbyrðin í þessu máli, er þetta ekki bara orð á móti orði osfrv. En málið snýst auðvitað ekki um það og það átta sig, allir hugsandi menn, á. Í þessum löndum hefur í gegnum tíðina verið litið á konuna þannig að hún eigi bara að vera til taks þegar kallinn er í stuði og ekkert verið að spá í hvað hún vill. Þannig að þetta snýst um það að konur eigi rétt til að lifa hamingjusömu lífi kynferðislega séð.

Mér finnst hún bara nokkuð góð þessi þingkona.

Engin ummæli: