Já skil ekki alveg þetta system, ég er kannski svo einföld. Nú virðist sem Geir sé á kafi í því að auka gjaldeyrisforða til að bjarga bönkunum, eins og ég skil það, en bíddu aðeins. Bankarnir voru að skila af sér ársfjórðungsuppgjörum og skila flestir fleiri tugum milljarða í hagnað og greiða út arð.
Er ekki eitthvað skrítið hérna í gangi? Jú það má kannski segja að lausafjársstaða bankana sé slæm en þeir skila samt hagnaði og arði!
Ég í einfeldni minni hringdi í bankann minn um daginn og var að forvitnast um smálán sem ég þarf sennilega á að halda til fjárfestinga og vextirnir sem mér voru boðnir voru semsagt 10% vextir + verðtrygging eða 19% óverðtryggt, en þetta var háð því að ég væri með veð í íbúð!!
Jæja á einhver nokkrar millur þarna úti og er tilbúinn að treysta mér fyrir þeim?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli