föstudagur, maí 16, 2008

Efnahagsástandið!

Nú eru sjálfstæðismenn farnir af stað með einhverja fundarröð um evrópumálin, spurning hvað kemur úr því. Svo finnst manni fokið í flest skjól þegar hagfræðingar Seðlabankans hafa ekki trú á krónunni lengur og þetta eru sko "fagmennirnir" í Seðlabankanum! hmmm....... Verðbólgan er víst komin í 13% skv. Kaupþingi. Fasteignir farnar að lækka og hafa lækkað um 10% á "no time", þannig að 30% spá Seðlabankans um lækkun fasteigna er kannski ekkert svo fjarri lagi, þetta hlýtur nú að laga verðbólguna þar sem fasteignaverð kemur þar inn, það má kannski redda henni þannig? Glitnir segir upp fólki í bunkum og er víst ekki eini bankinn sem gerir það, hinir fara bara penna með það. Rauður dagur í Kauphöllinni hmmm... Er allt að sigla í strand? Maður verður nú bara þunglyndur við svona féttir. Ofan á allt þá gaf sig þurrkarinn minn í gær, það sprakk dekk á bílnum hjá mér í vikunni og ég endaði í fyrrinótt með dóttur mína á Barnaspítala Hringsins með heilahristing eftir að hafa dottið sofandi fram úr rúminu okkar þ.e. mínu og hennar hmmm.... Allt er þá þrennt er, vonandi eru óhöppum vikunnar lokið.

Eina sem ég fann skondið í blöðunum var soldið fyndið viðtal við leikkonuna Jóhönnu Friðriku í Fréttablaðinu í fyrradag þegar hún sagðist hafa fegrað heimilið með páskaliljum sem hún fann niður við Tjörn hehehehe.... Hún fattaði það ekki að borgarstarfsmenn eru búnir að vinna baki brotnu að því að fegra umhverfið með því að gróðursetja páskaliljur um alla borg, og ekki er ætlast til þess að fólk tíni þetta til að hafa í vasa heima hjá sér hmmm.....

over and out

Engin ummæli: