þriðjudagur, ágúst 12, 2008

Haustverkin

Var að byrja að vinna í gær eftir mjög gott sumarfrí, það er að renna upp fyrir manni að nú tekur við sama gamla rútínan. Það er ekkert nýtt að gerast hjá krökkunum þetta haustið þau fara bara öll á sína staði, í skóla sem þau þekkja vel þannig að einhvern vegin er stressið minna núna en oft áður svona að hausti.

Tók mig til á sunnudaginn og olíubar allan skjólveggin hjá mér í kringum pallinn, var afskaplega stolt af mér og ósköp fegin að þessu er lokið. Nú á bara eftir að bera á húsgögnin, en þau eru svona gömul furuhúsgögn keypt í DK á sínum tíma orðin semsagt 14 ára gömul, en standa enn fyrir sínu.

Langar að fara í berjamó og komast einhvers staðar í rifsber, hef oft soðið rifsberjahlaup og sultur á haustin. Já, sko maður getur alveg verið soldið húsmóðurleg ef maður vill svo vera láta hehehe..... Langar líka soldið að skreppa uppá Esjuna við tækifæri, tek einhvern frídaginn í það.

Annars bíður maður bara spenntur eftir september en þá er ég að fara til Parísar og svo er það Edinborg í október og svo koma jólin ( sko það eru bara 134 dagar til jóla......! ).

Vááá hvað tíminn er fljótur að líða.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Róleg vinkona - 134 dagar til jóla - einn dagur í einu er mitt mottó hehe - en Esjan... ég er til en þá barnlaus takk haha kláraði hitt dæmið alveg á sunnudaginn.
Tökum Skammadalinn á morgun eða hinn.