mánudagur, september 08, 2008

Breiðuvíkurmálið

Já, það er mikið rætt um þetta Breiðuvíkurmál og auðvitað er þetta alvarlegt mál. Hér erum við að tala um aðgerðir barnaverndarnefnda á árum áður og ég trúi því að þeir sem hafi tekið þessar ákvarðanir hafi virkilega trúað því að þeir væru að gera það besta fyrir þessi börn á þeim tíma.

Aðbúnaður þessara barna var misjafnur bæði heima við og á þessum heimilum sem hýstu þessi börn tímabundið. Nú er allt brjálað yfir þessum bótum, auðvitað er tæplega hálf milljón ekkert sem hægt er að tala um sem bætur en hver er rétta upphæðin, er einhver upphæð rétt? Þó þetta fólk fái afhent 500.000, 5 milljónir eða 50 milljónir þá breytir það engu um líðanina eða það líf sem þetta fólk hefur lifað hingað til og þær þjáningar sem það hefur upplifað, hver ætlar að meta það hver þjáðist mest, hver varð fyrir mesta eineltinu, hver hefur átt verra líf? Svo er stóra spurningin sú, hvar væri þetta fólk statt í dag ef það hefði ekki farið að Breiðuvík, væri það betur statt, meira menntað, hefði það átt betra líf?

Púff... Fegin er ég að hafa ekki verið í þessari nefnd sem fór með þetta mál.

Engin ummæli: