Vá hvað tíminn líður, mér finnst ég rétt vera búin að taka uppúr töskunum og ná að þvo allan þvottinn á heimilinu sem safnaðist fyrir þessa viku sem ég var í burtu en já nú er að koma að því aftur að ég fari þ.e. ferð númer tvö og aftur til Parísar. Þyrfti að koma mér upp kærasta þar hmmm... En allavega er farin að hlakka til að fara aftur enda verður þetta skemmtiferð með yndislegu fólki. En svo er þetta svona alveg týpísk ég á leiðinni til útlanda og Evran í hæstu hæðum.
Þurrkarinn minn söng sitt síðasta, allvega í bili, á föstudag, sló bara út öllu rafmagninu í húsinu. Vonandi nær töframaður hann "fyrrverandi" tengdó að laga hann aftur í þetta sinn, hef eiginlega ekki efni á þurrkara í augnablikinu. Þvílík peningaútlát alltaf svona á haustin, það er bara eins og peningarnir velti uppúr veskinu hjá mér þessa dagana, skólarnir byrjaðir og svo þarf að greiða tónlistarskóla, fimleika, sundnámskeið, æfingaferðir, skátar ofl. ofl. Hvernig fer fólk eiginlega að sem er með lægri tekjur en ég, skil það eiginlega ekki, ég þyrfti að vera með svona 100 þús. kall í viðbót á mánuði til að þurfa ekkert að vera að hafa áhyggjur af þessu öllu saman. En já peningar þetta er endalaus barátta.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli