sunnudagur, september 07, 2008

Golf og Sálin!

Já, sko verð víst að klára söguna með golfið. Þetta var bara æðislega gaman, fórum austur fyrir fjall að Kiðjabergsvelli. Veðrið var bara dásamlegt, hlýtt, sólarlaust og rigndi bara eina holu. Þetta var full rúta svona uþb. 50 manns og við vorum 4 stelpurnar hmmm... kannski ekki slæmt miðað við að við vinnum nú einu sinni í "kallageira". Okkur var skipt í lið og var okkur sagt að það yrði skipt þannig að vanur og óvanur yrðu saman í liði og svo spilað það sem kallast "Texas scramble" sem þýðir að betri boltinn er alltaf látinn ráða. Allavega ég lenti með manni í liði sem er með 36 í forgjöf eins og ég, en hann var ekki alveg byrjandi og honum gekk bara sæmilega. Mínir boltar voru bara nokkuð oft látnir ráða þó ég slægi yfirleitt mjög stutt en þá var ég alltaf glöð ef boltinn var farinn þegar högginu var lokið, sko það voru alveg vindhögg og allt þarna hehehe.... En jæja þetta var bara gaman fengum okkur nokkra koniaksjússa og nokkra bjóra í þessa 6 klukkutíma sem það tók að spila þessar 18 holur. Hehehehe.... það er nú ekki alveg í lagi vera að spila í fyrsta skipti og spila heilar 18 holur, en jæja lifði það af, var nokkuð lúin orðin þegar við komum í mark og á móti okkur tók rjómalöguð aspassúpa í forrétt og lambalæri í aðalrétt og það rann sko ljúft niður.

Í gærkveldi skellti ég mér svo á ball með Sálinni hérna í Hlégarði í Mosó, alveg meiriháttar gaman og það sem maður hitti af fólki!! Allavega, skemmtilegt ball með frábæru fólki.

Golfkveðjur......

Engin ummæli: