miðvikudagur, september 03, 2008
Enginn veit hvað átt hefur..........
Þegar ég fór í gegn um fríhöfnina um daginn keypti ég mér eina bók, á það til þegar ég fer í gegn um fríhöfnina en tími svo ekki að kaupa bækur þegar ég fer í bókabúðir hér í bænum hmmm.... skrítið, stundum finnst mér eins og maður missi verðskynið þegar maður er kominn í fríhöfnina, kortið er bara straujað og straujað, kaffibolli á 500 kall allt í lagi maður er nú einu sinni á leið til útlanda. Ég held að "attitudið" hjá mér sé svo sem svipað og hjá flestum hinum allavega sér maður fólk bara missa sig þarna í fríhöfninni.
En þetta var nú ekki efni í pistil dagsins þó ég gæti örugglega skrifað heilan pistil um þennan íslenska "kúltur". Geri það kannski í byrjun okt. þegar ég verð búin að fara tvær ferðir til viðbótar í gegn um fríhöfnina. Allavega hvaða kjaftæði er þetta í mér, farðu nú að koma þér að efninu kona!
Sko bókin heitir "Marley og ég" og er sko bara yndisleg sérstaklega fyrir núverandi, fyrrverandi og tilvonandi hundaeigendur. Hún fjallar um hund og samskipti hans við fjölskylduna um leið og saga fjölskyldunnar er rakin í þau ár sem hundurinn lifði. Marley, það er sko hundurinn, er ekki það sem hægt er að kalla draumahund eða þannig. Ég veit ekki hve oft ég skellti uppúr alein á hótelherberginu, ég á nefnilega soldið svona "léttgeggjaðan" hund. Hún er yndisleg, en sjálfstæð, ákveðin, þrjósk og ofboðslegur fjörkálfur. Ég hef oft lent í vandræðalegum aðstæðum með hana þegar hún hleypur á eftir hestum og geltir og geltir, þegar hún stakk af i sumarbústaðnum hjá mömmu og pabba og dró mig yfir ánna að nokkrum kindagreyjum sem áttu sér einskis ills von og smalaði þeim saman og rak þær á sund hmmm.... Einnig er henni sérstaklega illa við hjól og hjólreiðamenn þeir fá sko aldeilis að heyra það ef þeir koma nálægt okkur, svo ég tali nú ekki um mótorhjól og flutningabíla. Hún fagnar öllum sem koma heim með því að hoppa upp á þá og svo fer hún í mikið manngreinarálit og geltir á suma en fagnar öðrum algerlega óskiljanlegur munur. En svo er hún ljúf eins og engill, Skottið má láta með hana eins og hún vill, hefur m.a. klætt hana í stuttermabol, setið á hestbaki, legið ofan á henni og svo stendur hún yfir henni og skammast og skammast segir henni að setjast, liggja, koma, fara osfrv. og tíkin hlýðir þessu öllu þegjandi og hljóðalaust.
Punkturinn minn er kannski í þessu að ég komst að því við lestur þessrar bókar að hundurinn minn er sko langt frá því að vera sá óþekkasti og það er ótrúlegt hvað maður getur tengst svona dýri sama hvernig það lætur og sama má svo sem segja um börnin manns maður elskar þau skilyrðislaust sama hvernig þau láta.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli