Kannski móðga ég einhvern með þessari færslu minni hérna en það verður að hafa það. Oft hef ég nú hneykslast á Bandaríkjamönnum og því sem þaðan kemur, en ég er mjög ósátt við þá stefnu sem virðist vera allsráðandi þar núna en það er þessi kynlífsmál þeirra.
Í stað þess að vera með uppbyggjandi kynlífsfræðslu og tala opinskátt um getnaðarvarnir eru notaðar 18. aldar aðferðir sem miða að því að segja að getnaðarvarnir séu aldrei alveg öruggar og því sé bara best að sleppa þessu fyrr en maður finnur þennan eina rétta og gengur upp að altarinu með honum. Svo er það líka kennt að fóstureyðingar séu aldrei réttlætanlegar. Á meðan er aldrei eins mikið fjallað opinberlega um kynlíf, tónlist, myndlist, kvikmyndir ofl. ofl. er allt meira og minna kynlífsskotið. Við hverju búast menn svo, ungar stúlkur fullyrða að þær séu hreinar meyjar en þær hafa jafnvel stundað munnmök og endaþarmsmök til að halda meydómnum hmmm..... ekki til eftirbreytni. Svo þegar þetta fólk ákveður að stunda kynlíf eins og ætlast er til að það sé gert, kann það ekkert að stunda ábyrgt kynlíf því það er kennt að smokkar séu svo óöruggir þannig að kynsjúkdómar og unglingaólétta grassera sem aldrei fyrr. Svo er þetta með fóstureyðingarnar algjört tabú líka, mér finnst að það eigi að vera hverri konu í sjálfsvald sett hvort hún vill fóstureyðingu eða ekki sama hver ástæðan er, þær eiga að vera frjálsar. Það segir sig sjálft að lífsgæði margra ungra stúlkna verða mun minni ef þær eignast börn ungar, hér heima er nú líka allt annað félagslegt kerfi en í USA þar sem barnaheimili kosta heilan helling, skólaganga er ekki frí og margar þessara stúlkna er hafnað af stórfjölskyldum sínum og enda á götunni með krógann.
Nýjasta æðið í USA er að ganga með svona meydómshring, æji þvílík hræsni.
Svo kemur toppurinn af öllu, þeir telja margir hverjir að kynlífsfræðsla og fræðsla um getnaðarvarnir hvetji til kynlífsiðkunnar come on.
Þessi tvískinnungur Bandaríkjamanna fer rosalega í taugarnar á mér.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli