sunnudagur, september 28, 2008

Tíðinda að vænta?

Menn ræða það nú hægri og vinstri hvort þessi fundur Seðlabankastjóra með Forsætisráðherra í dag tákni eitthvað eða hvort þetta er bara venjulegt laugardagsíðdegiskaffi með Geira!! Það er spurning? Ég bloggaði einhvern tíman um það að það væri sama hvar Dabbi kóngur væri hann væri alltaf ráðamestur og það hefur svo sannarlega sýnt sig. En nóg um það, ég ætla rétt að vona að þeir séu eitthvað að spá í gengið, mín er sko að fara til Edinborgar á fimmtudag svo það er eins gott að pundið verði ekki í hæstu hæðum á meðan, líkt og Evran var um daginn.

Ég ætla líka rétt að vona það að mönnum detti ekki sú vitleysa í hug að taka upp Evru á meðan gengið er svona hrikalegt, þegar búið væri að umreikna launin manns í Evrur þá væri maður bara á lágmarkslaunum verkamanns í Póllandi eða eitthvað slíkt hmmm.....

Engin ummæli: