mánudagur, september 01, 2008

Að sakna soldið eða mikið!!

Þegar ég kom heim á laugardag hitti ég Skottið mitt. Hún kom til mín eftir kvöldmat og svei mér þá ef hún hefur bara ekki stækkað þessa viku hmmm.....

Um kvöldið vorum við komnar uppí að kúra og ég tek utan um hana og knúsa fast og segi svo "æji ég saknaði þín soldið á meðan ég var í París". Hún leit á mig stóru augunum sínum og sagði ákveðið "ég saknaði þín mikið" (sko með áherslu á mikið) hmmmm.... Maður þarf greinilega að vanda orðavalið hehehe.....

Engin ummæli: