mánudagur, september 08, 2008

Mosó


Eins og dyggir lesendur mínir hafa eflaust séð bý ég í Mosó. Eftir skilnaðinn, var ég mikið að spá í að flytja eitthvað langt í burtistan, mér fannst allur bærinn vita hvernig komið væri fyrir mér og allt það sem á undan var gengið. Ég átti erfitt með að fara í búðir hér og versla í matinn, annaðhvort fannst mér fólk líta á mig eða það kom og vildi ræða málin. Ég fór að versla nálægt þar sem ég vinn og forðaðist það að vera eitthvað á mannamótum í Mosó. Ég keypti mér samt íbúð í Mosó og var það fyrst og fremst barnanna vegna þar sem Unglingurinn og Gelgjan voru bæði í unglingadeild og Skottið í leikskóla þar sem þau voru alsæl. Sá að á næsta ári þ.e. árið 2009 væri smuga að flytja burt, þá myndi Gelgjan klára skólann og fara í framhaldsskóla og Skottið myndi hætta í leikskóla og fara í skóla.

Fór á Sálarballið í Hlégarði um helgina og mikið afskaplega var gaman, og þar hitti ég allt yndislega fólkið sem býr í Mosó og ég þekki og þarmeð ákvað ég það að ég ætla ekkert að flytja úr Mosó, ég ætla ekki að láta einhverjar örfáar hræður sem fara í taugarnar á mér og búa hér skemma fyrir öllu hinu frábæra fólkinu sem hér býr. Fyrir utan það að hér eru frábærir skólar, frábært barna- og unglingastarf á mörgum sviðum og stutt í fjallið, fjöruna, sveitina og borgina.

Eitt fannst mér samt soldið fyndið en þannig var mál með vexti að bróðir minn býr líka hér í Mosó og hann var með mér á ballinu, einhver sagði við okkur eitthvað á þá leið, jæja svo þið systkinin eru þá bæði Mosfellingar, bróðir minn var nú fljótur að svara nei, við erum Garðbæingar en við búum í Mosó hehehe....

En ég já, ég held að ég ætli að búa áfram í Mosó.

Engin ummæli: