föstudagur, febrúar 15, 2008

Alltaf í boltanum!



Það virðist sem sumir menn þurfi bara ekkert að fylgja þeim reglum sem við hin þurfum að fylgja. Þarf ekki að auglýsa stöðu forstöðumanns Þjóðmenningarhúss? Ég bara spyr, ég hélt að það þyrfti að auglýsa svona stöður og svo væri hæfasti maður í djobbið ráðinn.
Reyndar í framhaldi af þeim gagnrýndu opinberu ráðningum sem hafa verið undanfarið er líklegt að þetta hafi kannski verið auglýst í Lögbritingablaðinu, með smáu letri, enda les engin Lögbirting lengur.

Sumir virðast bara geta hoppað úr einu feita djobbinu í annað án þess að þurfa sýna fram á neina hæfileika yfirhöfuð. Ég er ekki að segja að Markús Örn sé ekki hæfur í starfið, veit bara ekkert um það.

Greinilegt á síðustu bloggum mínum að maður þarf að vera miðaldra karlmaður og sjálfstæðismaður til að einhver nenni að blogga um mann!

Engin ummæli: