Var hér í gærkveldi með rúmlega 20 sundkrakka í afmælisveislu, frumbruðurinn varð 17 ára! Til hamingju elsku kallinn minn!! Allavega afmælið gekk vel.
Á meðan á afmælinu stóð var júróvision undankeppnin í sjónvarpinu. Sat með Skottinu og Gelgjunni inn í herbergi og horfði á hluta þáttarins. Ég hafði nú ekki séð öll þessi lög fyrr en þetta gekk ágætlega þó mér þætti algjör óþarfi að vera eitthvað að lengja þáttinn með viðtölum við mæðurnar, hvenær byrjaði hann eða hún að syngja var alveg klassísk spurning, ég á tvær dætur og þær byrjuðu nú bara að syngja um leið og þær byrjuðu að tala en ég býst nú ekki við því að þær verði einhverjar júróvisionstjörnur!
Lagið með Júróbandinu "This is my life" var svoleiðis langbesta lagið þetta kvöldið. Ég er rosa fegin að lag eins og Mercedes club eða Dr. Spoock voru ekki send til Serbíu, við megum ekki við meiri fíflaskap í bili eftir að Silvía Nótt fór um árið. Mér fannst lagið hennar Fabúlu reyndar mjög gott en ekkert júrósvision lag, svo hef ég oft heyrt betri lög eftir Gumma Jóns heldur en þetta lag. Ég hefði viljað sjá þarna lagið hennar Svölu Björgvins "The little wi.... song", það var líka alvöru júrósvisionlag.
Ég ætla nú ekki að dæma um hverjir möguleikar okkar verða þarna í Serbíu, en ég trúi því að Regína Ósk og Friðrik Ómar verði landi og þjóð til mikils sóma.
Áfram Ísland!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli