Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á stjórnmálum og stjórnmálamönnum, maður hefur dáðst í fjarlægð að þessum mönnum og konum sem fórna sér svona fyrir heildina. Vinna mikið hugsjónastarf og allt meira og minna í sjálfboðasvinnu. Látið mig vita það, hef aðeins komið nálægt þessu, þetta er botnlaus vinna en engin laun nema stundum klapp á bakið.
En ég veit ekki lengur, þetta virðist ekki snúast lengur um að vinna fyrir heildina, finna góðar lausnir, koma með hugmyndir osfrv. heldur um völd og meiri völd. Allir vilja verða Borgarstjórar t.d. Málefnin skipta ekki lengur öllu máli heldur völdin. Ég er svo sem ósköp fegin að ég bý ekki í Reykjavík þessa dagana.
Þetta þref þjónar engum tilgangi, eina sem þetta afkastar er að fólk missir trúnna á stjórnmál og stjórnmálamenn og ungt fólk verður fráhverft stjórnmálum. En hver á þá að sjá um þessi mál fyrir okkur seinna meir.
Það er spurning um setja bara á "menntað einræði"!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli