miðvikudagur, febrúar 06, 2008

Brúðguminn

Fór á bíó í gær, sá "Brúðgumann". Mjög góð mynd, mæli með henni. Það var svolítið áhugaverð heimspeki í myndinni, sem byggir annars á leikritinu Ívanov eftir Chekhov. Þarna er eiginmaður með fársjúka eiginkonu heima við, sem hann er hættur að elska eða ekki, kemur ekki alveg í ljós. Hann heldur svo fram hjá henni með mjög ungri stúlku og til að réttlæta gjörninginn finnst honum að hann verði að giftast ungu konunni þegar hin er látin. Er það einhver réttlæting á rangri gjörð, er nokkurn tímann hægt að réttlæta framhjáhald? Ekki finnst mér það.

Engin ummæli: