miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Lúxus!

Góð vinkona mín sem býr í Ameríku lét mig lofa því síðast þegar hún hringdi að ég myndi nú fá mér konu til að þrífa hjá mér. Mér fannst það soldið fáránleg hugmynd að borga konu til að koma og þrífa alla mína rúmlega 100 fermetra, og hugsaði málið. Ég er einstök móðir með 3 börn og hund, í fullri vinnu, starfa í félagsmálum og þarf auðvitað eitthvað félagaslíf líka. Ok, það er ekki oft sem maður fer í það að þrífa allt húsið í einu þ.e. maður grípur í það að þurrka af hillunum og sjónvarpinu. Þrífur klósettið þegar það er skítugt og tekur vaskinn á baðinu þegar hann er orðinn mjög svo slæmur. Sama með gólfin, maður ryksugar svona miðjuna tvisvar í viku og svo annað slagið ryksugar maður rest bak við húsgögn og slíkt og svo skúrar maður bara ef gólfið er klístrað.

Konan kom í gær og ég kom heim úr vinnunni, það voru allar hillur, baðið, gólfið og meira að segja borðið í eldhúsinu hreint. Váá, hún kemur aftur eftir 2 vikur, hvað ætli sé langt í að ég biðji hana að koma vikulega? ;-)

Frábært!

Engin ummæli: